Alltaf slæmt þegar bara annað liðið mætir til leiks vont var það en sanngjarnt.

Ég sá þetta fyrir í kristalskúlunni minni eins og ég hef margoft sagt, nei bíddu það var ekki þessi leikur sem ég sá fyrir nei bíddu jú það var þessi leikur en úrslitin voru bara allt önnur heldur en ég sá og ég er búinn að endurstilla kúluna góðu. Rasmus Rónvaldur var víst lítið með í þessum leik frekar en Fúlhamrar en Shrek hinn fagri Róni setti víst eitt gott mark og serbneska ofurdúkkan eitt og svo er mér lífsins ómögulegt að muna eða komast að því hver skoraði þriðja markið jú það stendur í fréttinni Páll Skáll setti eitt og Rauðnefur réttsýni rótarinn frá Rómarborg hefur ástæðu til að fagna í nokkra daga í viðbót. Ég sé nú reyndar mikið myrkur í kúlunni góðu yfir leikhúsi martraðanna í mars og grunar mig að sólirnar slokkni ein af annari, ég sé hneykslismál í uppsiglingu þar sem ungir drengir og leikmaður dýrðarinnar drottins drullu koma við sögu en það er allt önnur ella. Props til United fyrir að skora heil þrjú mörk en miðað við að hitt liðið hafi ekki mætt til leiks þá hefðu þeir nú átt að setja fleiri en maður spyr sig samt. .kv.
mbl.is Ferguson: Scholes var frábær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Gíslason

Þau mættu bæði, munurinn var sá að annað liðið er með frábæra vörn sem ekki hefur tekist að brjóta niður í 14 leiki og því virkar hitt liðið sem frekar slappt lið. 

Ólafur Gíslason, 19.2.2009 kl. 10:27

2 Smámynd: Ólafur Th Skúlason

þetta var frábær leikur minna manna þú ert vel kominn í klúbbinn

Ólafur Th Skúlason, 19.2.2009 kl. 11:50

3 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Ólafur Gíslason ég viðurkenni að ég sá ekki leikinn en maður mér kær fullyrti að Fúlhamrar hefðu klárlega ekki mætt til að reyna að vinna og hefðu eins og Vandarsigsar átt að borga sig inná leikinn (stolið frá Höddmagghmbeikoni) Ólafur Th. Skúlason, ég er búinn að reyna að halda með shitunited en það kostaði háan hita, beinverki og almennan veðbjóð og það helvíti legg ég ekki á mig aftur..... kv. Tótinn

Þórarinn M Friðgeirsson, 19.2.2009 kl. 11:59

4 Smámynd: Pétur Orri Gíslason

Tóti Fulham höfðu á þessu tímabili náð jafntefli við Liverpool og Chelsea og tapað fyrir Arsenal. Þeir mættu ekkert öðruvísi í þennan leik. Þeir einfaldalega voru yfirspilaðir út um allan völl og þegar Höddi skinka púlari með meiru er farinn að segja með mikilli beiskju: Ég sé ekki nokkuð lið stöðva United. Þá er eitthvað til í því.

Og já Berbatov skoraði mark númer 2. Hann er búlgari ekki serbi.

Eigðu góðan dag, einn á ferð.

Pétur Orri Gíslason, 19.2.2009 kl. 12:08

5 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Nú erum við að tala saman, hafi þeir verið yfirspilaðir út um allan völl þá mættu þeir ekki til leiks svo einfalt er það , Höddi skinka er sem betur fer ekki alvitur um boltann þó hann sé Púllari og ég veit að þið eigið eins og við eftir að tapa stigi og stigum, 14 mars tapið þið þremur stigum, þar mæta mínir menn til leiks og eina sem dugar á lið eins og United er að tækla þá í kaf og spila alvöru fótbolta fyrir karlmenn. Flóðljósin eru að slökkna á leikhúsi martraðarinnar og ég ER ALDREI EINN Á FERÐ HEHEH

Þórarinn M Friðgeirsson, 19.2.2009 kl. 12:16

6 Smámynd: Ólafur Th Skúlason

góðan daginn tóti minn nú ertu komin á flug en menn verða sætta sig við hlutina eins og þeir eru kv óli

Ólafur Th Skúlason, 19.2.2009 kl. 12:21

7 Smámynd: Pétur Orri Gíslason

Tóti þar sem United náðu 5 stiga forystu þá þarf meira að gerast heldur en að Liverpool vinni United 14 mars. Það eru 13 leikir eftir í deildinni og þurfa United sigur í 8 þeirra, mega gera 4 jafntefli og tapa einum leik og þá enda þeir samt með 88 stig sem verður nóg til þess að klára deildina. Þetta er orðið ansi fjarrænt fyrir ykkur púlara.

Pétur Orri Gíslason, 19.2.2009 kl. 12:31

8 Smámynd: Pétur Orri Gíslason

Fyrirgefðu 87 stig ekki 88 en það verður samt nóg til þess að hirða titilinn. Því Liverpool eru aldrei að fara að vinna þessa síðustu 13 leiki sem myndi fleyta þeim í 90 stig.

Pétur Orri Gíslason, 19.2.2009 kl. 12:34

9 identicon

Skoða oft þetta blogg þitt bara til að sjá nýjustu uppnefnin á Man U mönnum.  Stapreyndir hjá þér eru jafn vitlausar og þessi kristalkúla þín.  Í leiknum í gær skoraði enginn Serbi, Vidic skoraði ekki og hann er Serbi.  En ef þú átt við að serbneska ofurdúkkan (ekki í fyrsta skipti notað rangt hjá þér) sé Berbatov þá get ég sagt þér til upplýsingar að hann er Búlgari.  Haltu endilega áfram að spá slæmu gengi hjá Man U, því spárnar eru (og verða sjálfsagt) aldrei réttar.  Eigðu góðan dag

Kv Man U

Guðmumdur Þorkelsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 12:47

10 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Hí hí nú er gaman, strákarnir hér allir saman leiðast um löndin hönd í hönd nú er gaman, mér datt í hug þessi texti deildarbungubræðra yfir ástandinu. Ég geri mér fulla grein fyrir því að mótið verður erfiðara þegar staðan er eins og hún er og svo gjörsigrið þið lið svartbrennunga á degi laugar og náið Átta stiga forystu en það er alltaf betra að þurfa að klífa háu fjöllin en hólana til að  ná markmiðum sínum. Feita frúin er að brýna raustina en ekki eru neinir tónar komnir frá henni ennþá............. "you aint seeing nothing yet" sagði Össurinn forðum og ég geri þau hér að mínum innan gæsalappa að sjálfsögðu.....

Þórarinn M Friðgeirsson, 19.2.2009 kl. 12:49

11 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Guðmundur Þorkelsson þér til upplýsingar og skemmtunar þá er mér slétt sama um staðreyndirnar, ég hef einstaklega gaman af því að fara rangt með staðreyndir eins og þú og fleiri hafa réttilega bent mér á, ef ég færi rétt með staðreyndir þá væri þetta ekki eins gaman. Þetta reyndar er farið að líta þannig út að ég sé einn án aðstoðar að stuðla að því að shitunited sé á hraðri leið að innbyrða PL titilinn, ég vildi að ég hefði alltaf þessi áhrif en þetta er mér gert til skemmtunar og til að fá lifandi skoðanaskipti og ef þetta verður til þess að United vinni nú so bee it en Curlingið er að byrja á eurosport og ég þarf  að kíkja á það kv.

Þórarinn M Friðgeirsson, 19.2.2009 kl. 12:58

12 Smámynd: Ragnar Martens

Var það ekki forseti vor sem átti þessa fleygusetningu "you aint seeing nothing yet"

Eru þið að nota sömu kúluna?

Ragnar Martens, 19.2.2009 kl. 21:49

13 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Nei Ragnar, Össurinn sagði þetta við Baugsfeðga einu sinni þegar þeir ráku formann músavinafélagsins úr þrifum hjá Bónus.....

Þórarinn M Friðgeirsson, 20.2.2009 kl. 14:25

14 Smámynd: Ragnar Martens

hehee já allveg rétt

Ragnar Martens, 22.2.2009 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband