17.2.2009 | 17:47
Að sjálfsögðu hefur Rauðnefur rétt fyrir sér í þessu !!
Sjaldan ratast kjöftugum jafnsatt orð á munni eins og Rauðnefi Rótara í þetta sinni, þessi drengur/maður/ snillingur er einn af betri knattspyrnumönnum sem fram hefur komið í heiminum. Nú verða einhverjir United menn kjaftstopp að ég Púlarinn geti hælt united en rétt skal vera rétt. Hafa menn tekið það saman hve oft þessi maður hefur verið frá í langan tíma vegna meiðsla ?? Ég held að hann eigi einna mestan þátt í velgengni United á síðustu örfáu árum með Rauðnefi og einstaka hlaupatíkum sem koma og fara eins og becham,stam,nistelroy og hvað þeir heita þessir menn allir jú og ekki má gleyma Rónvaldi Rasmusi sem var ágætur í fyrra en er ekki alveg með sjálfum sér þetta árið. EINI stóri galli Giggsarans er að hann er að sjálfsögðu ekki í réttu liði en maður spyr sig.
Ferguson segir Giggs aldrei betri en nú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér. Drengurinn er flottur fótboltamaður, en ég vildi gjarnan að hann mætti einhverntíma í leik án hárgelsins og greiðunnar.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 17.2.2009 kl. 20:25
Nú
manutdfan (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 22:17
Úpps, þetta fór of snemma. en það sem ég vildi sagt hafa, nú er ég hrædd um að Ingibjörg Hinriksdóttir hafi eitthvað misskilið færsluna hér að ofan. Tótinn er að sjálfsögðu að hrósa Ryan Giggs en ekki Ronaldo ;) Bara svo að það sé á hreinu.
manutdfan (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 22:22
Manutd fan ég held að Ingibjörg hafi áttað sig á þessu, giggsarinn á alveg til að halda hárinu niðri með geli. Rónvaldur rasmus er að sjálfsögðu á toppnum með gelið hehe enda metrómaður hinn mesti...
Þórarinn M Friðgeirsson, 17.2.2009 kl. 22:30
Þetta eru nú miklar tjúttdúllur utan vallar báðir tveir.En hef ekkert vit á geli. Þeir eru kannski bara með dulbúin skallaótta, kannski farið að þynnast við rót þó sjáist ei á toppi!?
En á morgun gerist eitthvað merkilegt Tóti, en hvað!?
Magnús Geir Guðmundsson, 18.2.2009 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.