7.2.2009 | 09:08
Og hvað svo, Samfó er að sníða starfið fyrir sinn mann er það betra.
Ég hef ekki hugmynd um hvort vitringarnir 3 í seðlabankanum með Oddman ofurhetju í broddi fylkingar séu þessir skaðræðisgripir sem "þjóðin" vill vera láta en eitt er þó víst að þeir glotta örugglega útí annað þeir Eiríkur og Oddman þegar þeir fá feitann tékka þegar búið er að reka þá. Eftir því sem rætt hefur verið þá eru hæfniskröfur umsækjanda um nýtt starf faglegs bankastjóra svo geigvænlegar samkvæmt frumvarpi að það er bara einn maður sem uppfyllir þær kröfur sem settar eru fram og sá er Samfylkingarvinur mikill og er betra að samfó skipi vinum sínum í stöður frekar en Sjallarnir er nema von að maður spyrji sig ???
Ingimundur baðst lausnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú hefur greinilega ekki lesið frumvarpið frekar en aðrir sjallar eða þá kosið að skauta fram hjá kröfunum sem eru gerðar til bankastjórans.
Tel að þú ættir að kynna þér málið aðeins betur áður en þú setur svona endembis bull á prent.
Jack Daniel's, 7.2.2009 kl. 09:41
Thetta gaeti endad med ósköpum. Hvernig heldurdu ad sé fyrir fólk sem hefur 120.000 kr. í mánadarlaun ad verda vitni ad thessu? Hvernig getur thad fólk nád endum saman? Thad er löngu ordid tímabaert ad lögsetja og verdtryggja lágmarkslaun.
Vidtalid sem fór fram á ensku vid Davíd Oddsson og sýnt var í sjónvarpinu var mjög athyglisvert vegna thess ad thar sagdi Davíd ad allt vaeri hunky dory med stödu íslensku bankanna og ef einhver theirra faeri á hausinn vaeri ekkert mál fyrir ríkissjód ad standa sem bakhjarl. Med hlidsjón af thví vidtali og theirri stadreynd ad Davíd svarar ekki bréfi forsaetisrádherra í tíma kemur thad ekki á óvart ad erlendum adiljum thyki tregda Davíds kostuleg.
Ýmir Ýmis (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 10:32
Sammála fyrri ræðumanni.
Svo þú þurfir ekki að ómaka þig, þá er sú grein sem lýtur að hæfniskröfum Seðlabankastjóra eftirfarandi
"23. gr. laganna orðast svo:
Forsætisráðherra skipar seðlabankastjóra til sjö ára í senn að undangenginni auglýsingu. Seðlabankastjóri skal hafa lokið meistaraprófi í hagfræði og búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á peningamálum. Aðeins er heimilt að skipa sama mann seðlabankastjóra tvisvar sinnum. Seðlabankastjóri ber ábyrgð á rekstri bankans og fer með ákvörðunarvald í öllum málefnum hans sem ekki eru falin öðrum með lögum þessum.
Forfallist seðlabankastjóri getur forsætisráðherra sett seðlabankastjóra tímabundið í stað hans.
Seðlabankastjóri setur reglur um umboð starfsmanna til að skuldbinda bankann með undirskrift sinni og skulu reglurnar staðfestar af bankaráði, sbr. 28. gr."
Ætli það sé bara einn maður á Íslandi með meistarapróf í Hagfræði??
Ég verð þó að segja að ég er ósáttur við eitt atriði í þessu frumvarpi en það er að Seðlabankastjóri skuli skipaður af forsætisráðherra. Mér finnst það alveg ótækt að mikilvæg embætti í stjórnkerfinu skuli skipuð beint af einum pólitískt kjörnum fulltrúa. Það býður upp á misnotkun. Að mínu mati þarf að setja ítarlegri lög um sjálfa skipunina þar sem fagleg nefnd fjallar um umsækjendur til að tryggja að hæfasti maðurinn ráðist til starfans að hverju sinni. Það sama á við um skipun dómara, ríkisendurskoðanda, ráðuneytisstjóra, sendiherra, og forstjóra og stjórnir stofnana ríkisins að mínu mati.
Pax pacis, 7.2.2009 kl. 10:46
Slakið þið aðeins á í látunum ég spyr bara og vill fá heiðarlegt svar, eru ekki talsverðar líkur á því að ruglið haldi áfram í mannaráðningum hjá núverandi valdhöfum sem hinum fyrri. Ég skammast mín ekkert fyrir að hafa kosið sjallana þótt afstaða mín í dag sé þú að það skipti engu máli hvaða vitleysinga á að kjósa því það hefur sýnt sig að það skiptir engu máli hver er um leið og þeir setjast að kjötkötlunum þá er sami rassinn undir þessu liði öllu, ég ætla bara að benda mönnum á að það er hægt að skrifa það sem þig langar á blogið og ÞAÐ SEM ÞÉR FINNST og ég geri það þó í eigin nafni en ekki undir dulnefnum eins og sumir.
Þórarinn M Friðgeirsson, 7.2.2009 kl. 11:13
Auðvitað er hættan fyrir hendi að sama ruglið haldi áfram en við erum að tala um 80 daga stjórn með einum flokki sem hefur ekki verið í stjórn í hvað 20 ár eða þar um bil, man ekki alveg. Hvað vitum við um þetta fólk í rauninni annað en það að þau eru með læti í stjórnarandstöðu. Jóhanna virðist vera að hugsa um þjóð frekar er sjálfa sig og sína vini svo það virðist nú vera eitthvað öðruvísi en undanfarin, allt of mörg, ár. Við skulum nú allavega ekki fara að fordæma þetta fólk á innan við viku. Leifum þeim að standa eða falla. Þau vita að þau fá bara þetta eina tækifæri til að sanna sig.
Sigurður J Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 12:32
Það er eitt sem slær mig í þessum lögum. Ráðningin er til sjö ára. og hægt að endurráða í önnur sjö. Af hverju svona langan tíma, hvað er að hafa menn ekkert lært. Ef einhverjar breitingar verða, eins og nú er verið að gera, þá þarf að gera enn einn starfslokasamninginn. Af hverju er ekki hægt að ráða fólk í vinnu hjá ríkinu eins og öðrum fyrirtækjum. Það væri nær að setja lögin þanng upp að ráðning sé til allt að 14 ár, með uppsagnarákvæði.
bölvuð vitleisa alltaf..
Bragi Sigurðsson, 7.2.2009 kl. 13:00
Þórarinn: Auðvitað hefur þú rétt að að koma skoðunum þínum á framfæri og ég tel mig ekki hafa farið offari í gagnrýni á þennan pistil. Ég benti bara á að hæfniskröfurnar eru mjög almennar og því alls ekki sérsniðnar að einum manni. Þar að auki eru þær mjög eðlilegar; hver vill hafa Seðlabankastjóra sem hefur ekki góða þekkingu á hagfræði og peningamálastjórnun? Ég gef annars ekki mikið fyrir umræður um réttmæti dulnafna á netinu. Á meðan maður skrifar af ábyrgð og sanngirni, þá finnst mér ekki skipta máli hvort maur notar rétt nafn eða ekki. Ég kýs að skrifa undir dulnefni vegna þess að ég nenni ekki að réttlæta skoðanir mínar fyrir fólki í kring um mig. Sumt fólk hefur aðrar skoðanir en ég og ég nenni ekki að diskútera allt sem ég segi "in real life". Þetta er ekki vegna þess að ég hafi óvenjulegar skoðanir eða vegna þess að ég skammist mín eitthvað fyrir þær. Sumt fólk hefur bara óstjórnlega þörf fyrir að ræða og gagnrýna skoðanir annarra ef það telur sínar eigin skoðanir vera betri. Með því að nota dulnefni, þá takmarkast þær umræður allavega við netið og verður þá ekki þröngvað upp á mann á óhentugum tímum ;)
Bragi, ég reikna með að skipun til 7 ára sé til að tryggja sjálfstæði bankans og mér finnst ekki að forsætisráðherra eigi að geta rekið seðlabankastjóra eftir eigin geðþótta. Það myndi minnka stöðugleika bankans ef hann væri eins og hvert annað pólitískt bitbein (sem hann vissulega er í dag). Hins vegar finnst mér að stjórnvöld eigi að hafa einhverja leið til að segja bankastjóranum upp störfum ef almannahagsmunum er betur borgið með því. Það þarf þó að koma í veg fyrir að slíkar ráðningar eða uppsagnir séu gerðar á flokkspólitískum forsendum.
Pax pacis, 7.2.2009 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.