Nýja stjórnin strax í vanda ekki er ég hissa.

Strax á fyrsta alvöru starfsdegi eru brestir og klaufaskapur í yfirlýsingum nýju valdhafanna á landinu farnir að koma í ljós, Kolbrún umverfisr. ætlar að hætta við álver en Össur segir það fjarstæðu og Jóhanna fyrsta segir Össur ráða, Steingrímur J. ætlar að hætta við Hvalveiðar en Siv stuðningsmaður ætlar að greiða atkvæði gegn þessu í þinginu, þetta er akkúrat það sem ég óttaðist. Þessi hópur er alltof sundurleitur og kemur ekki til með að breytast neitt, það er spurning um verkstjórnina hjá Samfó, sjálfstæðismenn bíða rólegir og leyfa þessum aðilum að klúðra málum vegna samstöðuleysis, ætli vinstri grænir sendi herinn sinn út í mótmælaðgerðir gegn hvalveiðum til að sanna mál sitt maður spyr sig. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband