Maður spyr sig hvað vill þetta fólk núna ???

Ég get ekki að því gert að ég spyr mig hvað er í gangi ??? er ekki búið að segja að það verði kosið fljótlega, óvinur mótmælanda númer eitt er stiginn til hliðar og óróaseggirnir í Samfó eru á því að það sé vænlegast til vinsælda að hætta þessu stjórnarsamstarfi strax svona bara til að vernda eigin sæti. Jú Dabbi ofurhetja er ennþá í seðlabankanum en þegar SJS og Ömmi komast til valda þá verður hann hvort eð er rekinn og því segi ég til hvers að mótmæla maður spyr sig . Væri ekki betra að fara heim og taka utan um fjölskylduna, það er ekki víst að það gefist mörg tækifæri til þess á næstunni ???? kv. tótinn
mbl.is Áfram mótmæli á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekkert hefur breyst ennþá, fyrir utan að er búið að boða til kosninga (þó ekki fyrr en í maí). Enginn stjórnmálamaður hefur axlað ábyrgð. Engar eignir útrásarvíkinga hafa verið frystar. Enginn hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald. Ríkisstjórnin situr ennþá. Enginn hefur beðist afsökunar. Seðlabankastjórn situr ennþá. Fjármálaeftirlitið er óbreytt.

Af hverju í ósköpunum ætti Almenningur að hætta að mótmæla?!? Bara af því að ráðamenn hafa neyðst til að ansa þeim og hætta að leiða mótmælin algerlega hjá sér? Nota bene þó ekki fyrr en þeir voru hreinlega neyddir til að bókstaflega horfast í augu við mótmælendur.

Ég held nú ekki.

Almenningur (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 18:38

2 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Bíddu afhverju er ekki skrifað undir nafni ??????'

Þórarinn M Friðgeirsson, 24.1.2009 kl. 18:44

3 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

"Almenningur" smellhittir naglann á hausinn í sinni nafnlausu færslu. Það glittir í að einni af nokkrum kröfum hafi verið svarað, hinar eru enn "ekki til umræðu".

Þess vegna er haldið áfram!

Haraldur Rafn Ingvason, 24.1.2009 kl. 19:01

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

þessi naflausi aumingi sem kallar sig almenning, hefur greinilega ekki áhuga á lýðræði og réttarríkinu og skipulagi í þjóðfélaginu.

þessi hrokafulli einstaklingur sem telur sig tala fyrir alla aðra, vill greinilega algjöra ringulreið, stjórnleysi og afnám réttarríkisins.

semsagt eins og margir byltingarsinnar þá kenna þeir sig við lýðræði til að slá ryki í augu fólks en vilja í raun bara koma á einsflokkseinræði þar sem þeir sjálfir ráða öllu.  

Fannar frá Rifi, 24.1.2009 kl. 20:37

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehehe tóti karlinn, tókst mig bara hressilega á orðinu og rúnlega það!

En já, MAÐUR SPYR SIG samt karlinn, hví skildi fólk hætta að mótmæla, Geiri karlinn segist lasin og ætla að hætta, en ekki fyrr en honum sýnist sjálfum og hann er jú ekki slappari en það, að hann getur léttilega dútlað næstu þrjá eða fjóra mánuði sem forsætisstrumpur!AnAnnars er Fannarinn svo fyndin á alvörugefnu fluginu, að þú ættir kannski bara að bjóða honum í te tóti minn ef þú skildir rekast á hann!

Magnús Geir Guðmundsson, 24.1.2009 kl. 21:15

6 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Fannar hlýtur að hafa gengið á staur eða eitthvað þaðan af verra... Afnám réttarríkisins - ertu eitthvað verri! Eða ertu kannski bara á móti því að "skríllinn" skuli loksins láta til sín taka - og það sé kannski að hafa áhrif.

Haraldur Rafn Ingvason, 25.1.2009 kl. 00:08

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

Haraldur. að frysta eignir án kæru, dóms eða laga er afnám réttarríkisins. þó mörgum sé illa við útrásarvíkingana og vilja sjá þá bera ábyrgð, þá verður slíkt að vera gert fyrir dómi og lögum.

Fannar frá Rifi, 25.1.2009 kl. 12:05

8 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Ok, þetta var betra. Það var s.s. eitt atriði í upptalningunni sem fór svona í taugarnar á Fannari og gerði þennan nafnlausa aðila að upprennandi Hitler. Tek raunar undir það atriði með þér. Anda djúpt og skrifa svo...

Haraldur Rafn Ingvason, 25.1.2009 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband