23.1.2009 | 16:48
Tengist þetta rannsókninni á Straumi /Burðarás ????
Heyrði því fleygt og hendi því áfram að þetta hafi eitthvað með það að gera að Straumur sé kominn í rannsókn en sel það ekki dýrara en ég keypti það. Orðið á götunni segir að þeir hafi verið seigir að taka stöðu gegn krónunni síðustu mánuði en ég ítreka að þetta er bara orðrómur sem getur verið tóm vitleysa eins og margt annað í dag en maður spyr sig........kv. Tótinn
Krónan styrktist um 3,04% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held að málið sé frekar að Straumur bjóði útflytjendum betri díl en hinir bankarnir, þ.e.a.s. selja krónuna á meira svo þeir geti staðið við sín lán erlendis. Þetta þýðir að gjaldeyrinn komst ekki inn í kerfið og þar af leiðandi styrktist ekki krónan.
Steini (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 17:26
Og Steini var ekki 2ja ára fangelsi boðað fyrir svona lagað maður spyr sig.
Þórarinn M Friðgeirsson, 23.1.2009 kl. 18:24
Þetta tengist ekki Straumi. Ef svo hefði verið hefðu hlutabréf þeirra varla hækkað í dag.
Það er eitthvað annað brask hér á bak við og ég er ekki viss um að það sé nein raunveruleg innistæða fyrir þessari hækkun....og mín vegna má krónan vera lág næsta árið til að venja þjóðina endanlega af neyslufylliríinu og til að styrkja útflutningsfyrirtækin.
Púkinn, 23.1.2009 kl. 19:18
Ég skal segja þér ástæðuna. Bylting á Íslandi og kostningar í mai....
Fyrir vikið jókst trú á krónuna
Brynjar Jóhannsson, 23.1.2009 kl. 20:17
Kostnaðurinn við það að halda uppi falsk- sterkri krónu er hrikalegur. Þetta er í engum tengslum við raunveruleikann, sterkt Jen (skuldir), stjórnleysi, jöklabréfin, fallin fyrirtækin og bankana. Hvað gerist? Krónan styrkist!!!
Sjáið klemmuna: styrkja krónuna til þess að róa fólkið og halda jöklabréfunum frá því að verða að gjaldeyri (sem er hvort eð er bannað! En útflutningurinn sem á að rétta kerfið af getur það ekki, því að honum er kálað með tilbúnum styrkingarrispum á krónuna. Nú „stjórnar“ ríkið þessu og ákveður falsgengi dagsins eins og í gamla daga. Deja Vú, efnahagsrugl!
Ívar Pálsson, 24.1.2009 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.