23.1.2009 | 09:45
Er þetta nokkuð sá sami og "keypti" í Kaupþing ??
Ensku liðin virðast vera nýjasta leikfang auðugra Íslendinga og Araba ??? Það hlýtur að vera gaman fyrir þann sem stundað hefur Championship manager í gegn um árin að gera það svona í alvörunni. Mér getur ekki verið meira sama hvort að Liverpool sé í eigu einhverra Ameríkana eða Sheika frá Kúvæt svo lengi sem liðið spilar meðal þeirra bestu. Ef þessi gæji getur mokað í liðið peningum þá er það bara fínt en hvað gerist svo þegar hann fær leið á þessu . Maður spyr sig......
Verða eigendaskipti hjá Liverpool? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einmitt. Mikilvægast að Liverpool verði við toppinn og fái þá leikmenn sem Rafa vill fá, án afskipta Rick Parry og eigenda. Síðan hjálpar þetta örugglega til við byggingu Stanley Park.
Guðmundur Björn, 23.1.2009 kl. 10:21
Kannski sjáum við þá Kuweiska leikmenn í liðinu nei andsk.... Það er spurning hvor Stanley park myndi ekki eyðileggja stemninguna ?? en væntanlega þarf nýjan völl...... kv.
Þórarinn M Friðgeirsson, 23.1.2009 kl. 10:29
Ekki sá sami, hann hét Al-Thani.
Finnur (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 10:37
Ok ég átti svo sem ekki von á því enda var hann ekki frá Kuwæt held ég , hann var frá Dubai
Þórarinn M Friðgeirsson, 23.1.2009 kl. 11:17
Þeir sem keyptu í Kaupþing eru að sjálfsögðu frá Qatar.
En já það yrði ömurlegt ef framkvæmdum á nýja leikvangnum yrði frestað í 19. skiptið.
Pétur Orri Gíslason, 23.1.2009 kl. 12:21
Jæja Pétur ég á erfitt með þessi ARABAlönd hehehe
Þórarinn M Friðgeirsson, 23.1.2009 kl. 12:49
Hæ Tóti. Þú getur alveg verið rólegur með bankana og það dót, ég hef miklu meiri áhyggjur af því að hann kaupi Hlölla báta, Pylsuvagninn, Vöfflubílinn og hvað þessar skyndibita"keðjur" heita hér á Íslandi. Þessi kall er 64. ríkasti maður heims samkvæmt Forbes og þar er sagt um hann eftirfarandi:
Age: 64
Fortune: inherited
Source: construction
Net Worth: $14.0 bil
Country Of Citizenship: Kuwait
Residence: Kuwait City , Kuwait, Middle East & Africa
Industry: Engineering/Construction
Marital Status: married, 5 children
Education: Bachelor of Arts / Science
Heads $5 billion (sales) M.A. Al-Kharafi & Sons, one of the largest diversified conglomerates in the Arab world. Its lucrative food division, Americana, has exclusive franchise rights in Middle East for brands like Pizza Hut, TGI Fridays, KFC and Wimpy. Also has stake in beleaguered doughnut maker Krispy Kreme. Other investments include telecom, fertilizers and airlines. Older brother Jassem is speaker of Kuwait's National Assembly. Sister Faiza was first woman president of Kuwait University.
Hann gæti hugsanlega geta keypt Bernhöftsbakarí og "Stælinn", ég veit ekki.
Kveðja Bekkenofvistjis
Johannez von Bekkenofvitsjis (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.