Reykleysi í 3.daga - helv. fokkk............

Allt að gerast , reyklaus síðan á mánudaginn og allur pakkinn tekinn út í einu, pirringur,skapvonska, geðsveiflur, þunglyndi, þvermóðska, þreyta, svefnsýki, átþörf (ekki látið undan henni) sviti og allt heila klabbið. Sýg í nösina fokking nefúðann, þetta verður sjálfsagt meiri fíkn en tóbakið en breytingin á manni á fjórða degi jésús minn, lyktarskinið er öflugra, litur í kinnum, blóð streymir í allar útlimi sem aldrei fyrr. Skipaði eiginkonunni (sáuð þið þetta skipaði) að þvo öll fötin mín því það er VOND LYKT AF ÞEIM ÖLLUM og hún þessi elska hlýðir í einu og öllu.  Lenti við hliðina á Reykingamanni í ræktinni í gær, þurfti að færa mig lyktin af gæjanum. Sef betur á nóttunni og lengur. ÞETTA ÆTTU ALLIR REYKINGAMENN AÐ PRÓFA þetta er æði....... KV. Tótinn

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Til hamingju! Gleymdu ekki kostnaðinum. Ef þú reykir 1 pakka á dag og pakkinn kostar kr. 700,- þá ertu að borga "litlar" 255.500,- á ári í þessa iðju.  Svo gleymist nefnilega þetta: " Hvað þarftu að vinna þér inn margar krónur til að eiga 255.500 eftir þegar búið er að draga frá skatta og gjöld? Og nú mega allir reikna! Gangi þér vel og gefstu ekki upp!

Sigurlaug B. Gröndal, 15.1.2009 kl. 16:58

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þetta er verðugur andstæðingur tóbaksfíknin. Hætti sjálfur fyrir 5 árum (án hjálpartækja) og barðist við fíknina á 10 sekúndna fresti í heilan mánuð. Eftir það komu löngunarhlé sem síðan lengdust.

Gefðu þig ekki. Fíknin nær þér aftur ef þú linast hið minnsta.

Biddu bara konuna þína náðarsamlegast að sýna þér skilning á meðan þetta gengur yfir og það er fínt að þú sért svona vel meðvitaður um ástandið. Gangi þér vel! 

Haukur Nikulásson, 15.1.2009 kl. 17:16

3 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Þakka ykkur stuðninginn, ég verð að viðurkenna að ég þekki tilfinninguna síðast þegar ég hætti þá hætti ég í 10 ár þannig að púkadjöfullinn gefur aldrei grið. Ég Sigurlaug var nú ekkert búinn að spá í kostnaðinn, það var ekki helsta ástæðan fyrir þessu reykleysi heldur heilsan. Hleri ég er eins og ég segi ennþá á því að nota eingöngu nefúðann og Haukur ég dáist að þér fyrir að geta þetta án neinna hjálpartækja. Konan mín þessi elska hún vill allt til vinna til að losa mig við þennan andsk. viðbjóð.... Takk kærlega kv. Tótinn

Þórarinn M Friðgeirsson, 15.1.2009 kl. 18:26

4 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Ps . gleymdi því áðan að ég reykti 1,5 pakka lágmark af smávindlum á dag sem voru komnir í 700 kall pakkinn þannig að 1050 kr. *365 sem gera nálægt 370 þúsund kall á ári og til þess að vinna fyrir því þarf að hafa heilan helling

Þórarinn M Friðgeirsson, 15.1.2009 kl. 18:28

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Broslegt, ég var einmitt með svipaðan skammt af Bagatello og Cafe Creme mild undir það síðasta.

Haukur Nikulásson, 15.1.2009 kl. 19:03

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll. Ég er ein af þeim sem hætti að reykja á fyrsta reyklausa daginn og í það skiptið var það varanlegt (bindindi nr 5 held ég ). Ég þekki þessa upplifun sem þú talar um bæði galla og kosti. Eitt sem kannski styrkir þig í baráttunni. Öllum konum sem ég þekki finnst reykjandi karlmaður afar ósexy og frágangssök þegar þær eru að "velja" sér mann. Þó þú sért giftur ætti það að gleðja konuna. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 16.1.2009 kl. 10:37

7 identicon

Já alveg sammála að allir ættu að prófa þetta, þ.e. að hætta... og byrja svo bara aftur... að taka í vörina, nefið, éta Rippfuel og reykja...meira.

Komasvo!

Bekkenofvitsjis (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband