Lopapeysu á gamla fólkið í Englandi - Frábær hugmynd.

Ég var að hlusta á bylgjuna áðan og þá kom fram þessi frábæra hugmynd að við myndum senda lopapeysur, lopasokka, lopavetlinga og lopahúfur til eldri borgara í Bretlandi sem ku víst vera að deyja í unnvörpum úr kulda. Við sláum tvær flugur í einu höggi með þessu hjálpum náunganum í bráðum vanda og lögum almenningsálitið á okkur í englandi og sýnum þeim í eitt skipti fyrir öll að við erum ekki hryðjuverkamenn. Auk þess hef ég trú á því að þetta komi við kaunin á ráðamönnum í ENGLANDINU sem með því að rétta gamla fólkinu ekki hlý föt í kuldanum séu með því að losa sig við óæskilegan þjóðfélagshóp út af bótakerfinu ???? Nei ég trúi því nú ekki en ÞAÐ LIGGUR FYRIR AÐ HUGMYNDIN UM AÐ SENDA ÞEIM HLÝ LOPAFÖT ER FRÁBÆR.  KV. Tótinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband