13.1.2009 | 20:23
Ég lýsi því líka yfir að mitt fyrirtæki tók ekki stöðu gegn krónunni !
Ég verð í ljósi ítrekaðra fyrirspurna til mín síðustu daga að lýsa því yfir að örfyrirtæki mitt og konu minnar Þá ehf. tók ekki stöðu gegn krónunni á síðasta ári. Við gerðum enga gjaldeyrisskiptasamninga hvorki til að verja eigið fé né skuldir félagsins þetta kemur fram í yfirlýsingu okkar dags. í dag. Þetta er nú meira bullið það getur hver sem er komið fram og lýst þessu yfir ég hef ekki glóru um það hvort stoðir, flgroup, kjalar, exista eða bankarnir tóku stöðu gegn krónunni og kannski þurfti það ekki til hún hefur ein og sér væntanlega verið fullfær um að fremja sjálfsmorð. Þetta er væntanlega eitt af þeim atriðum sem nýskipaður saksóknari fær til umfjöllunar, gangi honum vel en maður spyr sig. Kv. Tótinn
Tóku ekki stöðu gegn krónunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
má ég spyrja... ertu með erlent lán?
nonni (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 20:44
Ég skil ekki afhverju það er svona mikið fjaðrafok yfir þessu. Það er fullkomlega eðlilegt að fyrirtæki taki stöðu gegn gjaldmiðli sem það telur vera of hátt verðlagður.
Annað mál er, ef þeir sem tóku myntkörfulánin fengu þær upplýsingar frá bankanum að hann héldi að krónan væri ekki of hátt verðlögð, ættu auðvitað að fara í mál við bankann. En flestir spurðu ekki hvort að krónan væri of hátt verðlögð, flestir sem tóku þessi lán voru bara ánægðir með kjörin og voru ekkert að spá út í þá auknu áhættu sem fylgdi því að taka lán í erlendri mynt.
Við höfum gleymt því að við sjálf áttum þátt í öllu þessu. En það er bara svo miklu auðveldara að kenna öllum öðrum um.
Gulli (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 20:48
Svar nonni við þessu er einfalt fyrir mig persónulega Eitt lítið bílalán,,, og gulli ég er einn af þeim sem var spurður daginn inn og daginn út hvort ég mælti með innlendu eða erl. láni. og því miður lét ég glepjast eftir að hafa ráðfært mig við bankastarfsmenn að ráðleggja fólki að taka erlend lán ef það ætti kost á því og hefði möguleika á að taka á sig talsverða sveiflu í afborgunum. Ég á minn þátt í þessu og ég er ekki að skorast undan því á einn eða neinn hátt ég er bara að benda á tvískinnunginn í þessu öllu saman, öðru megin lánarðu út peninga í erlendum gjaldmiðli og sannfærir viðkomandi um hversu góð kjör hann er að fá meðan þú ert hinu megin að taka stöðu gegn þessu sama láni til að græða meira. Er þetta löglegt? Já . ER þetta siðlaust Já........
Þórarinn M Friðgeirsson, 14.1.2009 kl. 09:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.