12.1.2009 | 17:17
Jæja þá kemur ekkert blað út á Sunnudögum lengur:
Sunnudagsmogginn kemur um miðjan dag á laugardegi, því var sunnudagsútgáfa fréttablaðsins eina blaðið sem kom á mitt heimili á Sunnudagsmorgnum, ég kem að sjálfsögðu til með að sakna blaðsins en tek heilshugar undir það sjónarmið sem margir hafa haft um að þetta dragi nú úr blaðabúnkanum á heimilinu. En ég hef meiri áhyggjur af því að þessi breyting hlýtur að fækka störfum bæði hjá blaðaútgáfunni, prentsmiðjunni og blaðburðarfólki og það veldur mér miklum áhyggjum þegar að störfum fækkar, nóg er nú samt en maður spyr sig Tótinn
Ekkert Fréttablað á sunnudögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Reyndar var eina blaðið sem kom út á sunnudögum mánudagsblað Fréttablaðsins. Fréttablaðið er almennt komið heim til mín um miðnætti daginn áður en það er gefið út og því er ljóst að það er komið úr prentvélunum fyrir miðnætti.
Moggamaður (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 19:04
Moggamaður þú hlýtur að vera á einhverjum sérsamningi fyrst þú færð blaðið áður en það er gefið út. EN ég hef samt áhyggjur af stöðunni og fækkun starfa. kv. tótinn
Þórarinn M Friðgeirsson, 13.1.2009 kl. 10:25
Engum sérsamningi :), blaðið fer í prentun um klukkan 10 á kvöldin að mig minnir þannig að fyrstu pakkarnir fara í dreifingu um hálf 11.
Ég er hins vegar alveg sammála þér um fækkun starfa, það er áhyggjuefni. Hefur eitthvað heyrst af samrunanum við Árvakur?
Moggamaður (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 16:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.