Reykleysi á nýju ári - hér með set ég pressu á sjálfan mig.!

Ég ætla nú að setja alvöru pressu á sjálfan mig með því að opinbera áætlun mína um að verða reyklaus. Ég hef semsagt sett inní kollinn á mér og tekið ákvörðun um að síðasti dagur reykinga minna verður sunnudaginn 11.janúar næstkomandi !!!!! Þann 12. janúar verður fyrsti dagur í nýju reyklausu lífi. Ég er núna búinn að reykja  samfellt í rúm fimm ár eftir að hafa verið reyklaus í 10 ár þar á undan !!. Ég drulluskammast mín fyrir að hafa ekki getað staðist þetta á sínum tíma en den tid den sorg. Ég er búinn að vera að hugsa um þetta og nú á að gera alvöru úr þessu. Ég hef verið að rifja upp hvernig mér leið þegar ég hætti þessu í lok árs 1993 og er búinn að komast að því að mér leið miklu betur þegar helv. níkótínpúkinn var horfinn af öxlinni á mér(eða var haldið niðri því hann hefur líklega aldrei farið alveg fyrst ég byrjaði aftur) og nú er komið að því að reka hann þaðan og núna fyrir lífstíð. Ég er búinn að hugsa upp öll neikvæðu áhrifin af þessu og púkinn er ennþá að reyna að troða því inní hausinn á mér að ég muni fitna heil ósköp við þetta: Ég muni verða svo skapvondur: Ég muni ekki vilja hitta fólk sem reykir: Ég muni verða svo leiðinlegur(leiðinlegri) að það nenni enginn að umgangast mig: Ég muni ekki geta fengið mér kaffibolla né bjórkollu án þess að falla: EN PÚKASKRATTI MÉR ER ALVEG SAMA:  Ákvörðun mín er sú að ég ætla að sigrast á þessu öllu saman !!!!!!!  En ég ætla að reykja eins og andskotinn sé á hælunum á mér þangað til !!!!! KV. Tótinn

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband