7.1.2009 | 11:25
Og veiða nú sem aldrei fyrr - vonandi ekki sýking í loðnunni.
Er ekki réttast að senda allan flotann hverju nafni sem hann nefnist í að veiða nú loðnuna áður en hún týnist aftur, ekki veitir af eins og staðan er á þjóðarbúinu en maður spyr sig kv. Tótinn
![]() |
Öll fiskiskipin hafa fundið loðnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ef það væri nú bara lagt svona mikið kapp og vinna í leit að þorski og öðrum tegundum nytjafisks.
á árunum 2003 til 2007 hefur meðal verð af tonni af loðnu verið 20.686 krónur til útflutnings (gjaldeyristekjur). á sama tímabili er þorskurinn 226.758 krónur á tonnið til útflutnings. eða um 10,96 (11) sinnum verðmætari. og ekki leitar Hafró að Þorski.
Fannar frá Rifi, 7.1.2009 kl. 13:06
Er ekki líklegt félagi Fannar að þorskurinn sé í humátt á eftir loðnunni ? gengur það ekki svoleiðis fyrir sig... kv. Tótinn
Þórarinn M Friðgeirsson, 7.1.2009 kl. 15:24
væri þá ekki ráð að mæla hann líka svona í leiðinni?
Fannar frá Rifi, 7.1.2009 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.