29.12.2008 | 07:45
Setti ég Ísland á hausinn - maður spyr sig?
Mér hefur verið hugsað til þess hvort það geti verið að einn maður beri ábyrgð á því hvernig staðan er orðin og jú það er alveg möguleiki á því en það liggur alveg fyrir að það er enginn eyland þegar kemur að því að finna sökudólga, er einhver séns á því að einn maður hafi með gjörðum sínum sett heilt þjóðfélag á kúpuna ? Það er mitt mat að langur vegur sé frá því. Mín skoðun er sú að það sem brást í þessu öllu var fyrst og fremst umhverfið þ.e. að þeir sem léku sér með peninga landsmanna gengu eins langt og þeim var leyft af stjórnvöldum og eftirlitsaðilum. Komi í ljós sem mann er farið að gruna að gengið hafi verið lengra en lög og reglur leyfa á að sjálfsögðu að refsa sekum harðlega en hvenær af því verður og hreinlega hvort af því verður er spurning???
kv. Tótinn
Jón Ásgeir tekur dóma nærri sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það verður að skoða hlutina í víðasta samhengi til að sjá sökudólganna sem er ansi margir Ég vil meina að það séu margir hlutir sem héldust í hendur sem urðu þess valdani að fór sem fór.
.
Ég lýt sem svo á að samhengi margra hluta urðu þess valdandi að því fór sem fór. Jón Ásgeir á sína ábyrð í þessu en það er af og frá að reyna að fá það út að hann einn beri ábyrð á því sem miður fór.
Brynjar Jóhannsson, 29.12.2008 kl. 08:16
Er sammála ofanrituðum. Þurfum að varast að fella dóma um fólk og allra síst að reyna að kenna einum einstaklingi um hvernig fór eins og blóðþyrstur dómstóll götunnar virðist vera að gera núna, sem var ekki fyrir löngu síðan mjög ánægður með viðkomandi einstakling.
Jónína (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 08:59
Bara svona til að minna ykkur á að þau hjónin keyptu 10 milljóna dollara íbúð á besta stað í Manhattan með 300 fm fjölmiðlaherbergi.
Það var maður sem var uppi fyrir cirka 2000 árum sem sagði "af ávöxtunum skaltu þekkja þá"
Óli Sveinbjörnss, 29.12.2008 kl. 09:24
Ég er algjörlega sammála þessu að það á að hafa það í heiðri að enginn sé sekur fyrr en að sekt er fullsönnuð en andskoti er ég hræddur um að það verði erfitt fyrir rannsóknaraðila að finna eitthvað áþreifanlegt. Kv. Tótinn
Þórarinn M Friðgeirsson, 29.12.2008 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.