Fínt fyrir þá sem eiga peninga hjá Kaup-Lúx. En ekki hægt að komast í gögnin fyrst þessi leið var farin ??

Að því mér skilst þá tryggir þetta að ekki er nokkur leið að komast yfir gögn um fjármagnseigendur sem komu pen. í skjól í Lúx eins og hugsanlega hefði verið hægt ef bankinn hefði farið í þrot. En leiðréttið mig þið sem vitið þetta ef þetta er rangt hjá mér, orðið á götunni segir að svoleiðis sé í pottinn búið en maður spyr sig. tótinn
mbl.is Sölu á Kaupþingi í Lúx að ljúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að þetta sé svona. Og ef svo er, þá er fjármálaráðherra Íslands að gerast brotlegur við lög, þar sem hann er ekki með hagsmuni íslenskrar þjóðar að leiðarljósi.

Hann er að gera þetta til að tryggja það að vinir hans og vandamenn geti falið spor sín.

Hvar er forystusauður VG núna? Afhverju rís hann ekki upp og upplýsir almenning hvað er að gerast hér?

Maður er orðinn soldið pirraður út í þessa spillingu sem greinilega hefur grasserað lengi...

Heimir (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 16:32

2 identicon

Hvað er að því að eiga peninga í Lúx?

Hver er eiginlega glæpurinn við það að hafa flutt peninga frá Íslandi til útlanda? Er ég glæpamapur ef ég kaupi bréf í IBM? eða legg in pening í banka í Noregi? Ég skil bara ekki þetta rugl í fólki að það sé glæpur að eiga peninga og treysta ekki íslenska hagkerfinu. Ef peningum hefur verið komið undan glæpsamlega þá ætti að vera hægt að sjá hvaðan þeir hurfiu. T.d. ef ég hefði nú lagt milljón inn á reikning í Lúx þá eru að sjálfsögðu til gögn um það í bankanum mínum á Íslandi, hví ekki að leita þar fyrst?

Ólafur (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 17:17

3 identicon

Glæpurinn er, Ólafur, að við fjármagnsflóttann og hrun kerfisins þar eftir var skuldum prangað upp á okkur hin sem er glæpur þar sem það hneppir okkur hin í þrældóm við að vinna upp skuldirnar. Það er mannréttindabrot.

Það er brot á mannréttindum þegar þessir menn í krafti auðs síns gátu sleppt því að borga skatta því það gerir þá undanþegna lögum en ekki okkur hin.

Það er líka brot á mannréttindum þegar eignum okkar, innlánum, húsnæði o.þ.h. er svipt af okkur til að greiða fyrir mistök annarra manna.

Í fjórða lagi er það mannréttindabrot nú þegar það á að svipta okkur réttinum til að fá óháðan aðilla til að rannsaka ofangreind mannréttindarbrot.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 17:45

4 identicon

Fjármagnsflótti. Hvernig er hann skildgreindur og á hvaða stigi verður hann glæpsamlegur? Fólk verður að átta sig á því að stærsti partirunn af þessum ,,fjármagnsflótta" var á vegum erlendra aðila. Ef fólki þykir það þrældómur að greiða af þessum skuldum er hægt að flytja til t.d. Danmerkur og greiða þeirra skuldir í staðinn með sköttum sínum.

Hver sem er getur stofnað hlutafélag í Hollandi, og kostar það álíka mikið og á Íslandi. Ég hefði getað átt félag erlendis fyrir 80.000kr og notað það til að hafa umsjá með öllum mínum tekjum. Það er ekki ólöglegt, bara vesen. EES samningurinn veitir okkur leyfi til að starfa hvar sem er innan hans. Það er erfitt að segja að fjárterkir aðilar hafa bara getað nýtt sér þessa smugu, þessi leið er opin öllum og fullkomlega lögleg. Ég ætla ekki að leggja mat á hvort hún ætti að vera lögleg en góð leið til að komast hjá svona er að lækka skatta á fyrirtæki. T.d. eru lang flest flutningaskip Íslendinga skráð í Færeyjum vegna minni kostnaðar.

Ég persónulega er með bílalán og húsnæðislán sem bæði hafa hækkað duglega. Bílalánið er í erlendri mynt. Líta má á það sem fjármagnsflótta. Þegar ég tók lánið þá keypti ég krónur fyrir myntkörfuna sem ég fékk að láni, það olli hækkun gengis. Svo þegar ég fer að greiða af láninu þarf ég að selja krónur fyrir gjaldeyri svo hægt sé að greiða lánið. Það veldur veikingu krónunnar.  Svo allir þeir sem eru með lán í erlendri mynt eru að stuðla að fjármagnsflótta. Við ættum að skammast okkar. Við erum að brjóta mannréttindi okkar sjálfra.

Ólafur (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 18:32

5 identicon

Það er rétt hjá Ólafi, þeir sem fóru með peninga (eins og lög leyfa) til Lux frá Íslandi voru búnir að greiða skatt af þeim peningum. 

Hvort er betra,  selja Kaupþing í Lux eða setja hann í gjaldþrot?

Bankaleyndin léttist ekker af við gjaldþrot. Íslenska ríkistjórnin breytir ekki lögum í Luxemborg.

jóla (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 18:43

6 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Það er einhver misskilningur í gangi um að það sé munur á því að eiga peninga í banka á Íslandi eða í Lúxemborg.  Í báðum löndum gilda EES/ESB reglur um bankastarfsemi og ákvæði um bankaleynd eru mjög svipuð.  Íslensk yfirvöld hafa ekki meiri heimildir til að fá upplýsingar úr íslenskum bönkum en þau hafa gagnvart lúxembúrgískum bönkum; ef lögregla hér hefur rökstuddan grun um afbrot getur hún fengið aðgang að gögnum með tilteknum skilyrðum, hvort sem er á Íslandi eða í Lúxemborg, eins og gert var t.d. í Baugsmálinu á sínum tíma og frægt varð.

Í öllu falli hefur fjármálaráðherra Íslands ekkert með þetta mál að gera, a.m.k. ekki með beinum hætti.  Það er skilanefnd gamla Kaupþings, sem vinnur fyrir kröfuhafa þess banka (ekki ríkið), sem ákveður að selja hlutafé KÞ Lúx fyrir eina evru af því að kaupandinn er tilbúinn að taka yfir allar skuldbindingar bankans, þar með talin innlán.  Bankinn er gjaldþrota og undir stjórn lúxemborgískrar skilanefndar.  Íslenska ríkið hefur enga beina aðkomu að málinu og það káfar ekkert upp á íslenska skattgreiðendur, nema þá með jákvæðum hætti, því Íslendingar eiga að sögn talsverðar innistæður í þessum banka, og mönnum ber að greiða fjármagnstekjuskatt af vaxtatekjum, hvaðan sem þær koma.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 21.12.2008 kl. 13:08

7 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Jú takk fyrir þessar athugasemdir og þá er orðið á götunni ekki rétt eins og heyrst hefur. Ég minntist ekkert á það hvort það hefði verið greiddur skattur af þessu, ég ætla nú rétt að vona að svo hafi verið, þ.e. ef peninganna var aflað hér á landi. Að sjálfsögðu er öllum heimilt að geyma peningana sína þar sem þeir telja þeim vera best borgið ef féið er fengið með löglegum hætti. Þakka þeim sem upplýstu mig um þetta, ég er örlítið fróðari, enda blogið sett fram sem ósk um slíkt. Kv. Tótinn

Þórarinn M Friðgeirsson, 21.12.2008 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband