18.12.2008 | 11:16
Úps - hættir Birna þá á morgun ?
Nú er spurning hvort þetta hafi þau áhrif að Birna Einars hætti sem bankastjóri á morgun ???? maður spyr sig Tótinn
Fóru inn í Glitni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
í það fyrsta þá hefði hún ekki átt að bjóða sig fram til þingsetu
Jón Snæbjörnsson, 18.12.2008 kl. 11:21
Vonandi skammast Birna sín nóg til að hætta.En Valur Valss. er vís til að reyna að vernda hana.Ótrúlegt hvað hefur verið látið með þá manneskju eftir sameiningu bankanna árið 1990.
Hún er frekju-gasprari og hefur komist upp með það.
Kristín (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 11:23
úpps Binar bankastjóri - hún á náttúrulega að fara STRAX
Jón Snæbjörnsson, 18.12.2008 kl. 11:31
Það eina sem svona aðgerðir leiða af sér er að þær gefa stjórnvöldum afsökun til að kalla mótmælendur "skríl" og taka ekkert mark á þeim.
Púkinn, 18.12.2008 kl. 11:33
Birna á að fara og fer ef fólkið í landinu fær einhverju að ráða
Guðrún (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 11:40
Þú ferð mikinn Púki. Hvernig væri að hætta vera svona djöfulli latur að nota bara cut&paste? Hvernig væri að hætta að sitja á rassgatinu og gera eitthvað? Fær FRISK borgað frá bretlandi? Hvernig finnst þér að þurfa að punga út evrum á þessu gengi? Hvað muntu missa marga útlenda starfsmenn af því þú hefur ekki efni á að borga þeim. Drullaðu þér upp úr stólnum og mótmæltu.
Nonni, 18.12.2008 kl. 12:14
Æ Púki litli.....Við sem höfum mætt á austurvöll í 10 vikur núna og staðið stillt með kröfur okkar...eða setið kjurr í háskólabíói á borgarafundum höfum verið kölluð skríll og ekki þjóð. Hófsemi okkar kom ekki í veg fyrir nafnaköll frá ráðamönnum né hroka. Svo nú er mál að færa aðgerðir á næsta plan. Þær virðast vera virka og mér er nokk sama hvað fólk eins og þú kýst að kalla fólkið sem er að hreyfa við hlutunum...húrra fyrir þeim!!!!Í mínum huga eru þau hetjurnar sem ég hélt að fyrirfinndust ekki á íslandi lengur.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.12.2008 kl. 12:22
Hún hvíta-Birna já ... mikið væri gaman ef skuldir heimilanna mundu gufa svona upp eins og hjá henni Hvíta-Birnu.
Manni býður við þessu spillta bankapakki.
ThoR-E, 18.12.2008 kl. 13:36
Tek undir með Katrínu.
Þessir mótmælendur eru hetjur.
ThoR-E, 18.12.2008 kl. 13:37
Stærstu mótmælin verða í kosningunum í vor. Ef ekkert stórkostlegt breytist þá munu atkvæði kjósenda væntanlega falla á annan hátt en hingað til Kv. Tótinn
Þórarinn M Friðgeirsson, 18.12.2008 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.