16.12.2008 | 07:29
Alþingi - afgreiðir málin fljótt og örugglega (sum þeirra)
Jú ég verð að viðurkenna að það kemur mér spánskt fyrir sjónir að á meðan launalækkun til þingmanna og forystusauðanna virðist hafa dagað uppi í nefnd þrátt fyrir að vera orðið allavegna vikugamalt er búið að afgreiða með hraði hækkun á vörugjöldum, bifreiðagjöldum, hækkun á áfengisgjaldi og tóbakið hækkar sem og skattar bæði tekjuskattur og útsvarið (og örugglega eitthvað fleira sem ég man ekki í svipinn) Maður spyr sig að því hvort að það geti verið að það sé þeim eitthvað örðugt að samþykkja það sem að þeim snýr beint og persónulega meðan það var fljótafgreitt sem snýr að okkur "lýðnum" Ég get ekki að því gert að ég er farinn að efast allverulega um þá 63 sem sitja við Austurvöllinn. Ef þið ráðið ekki við svona einfalt verkefni þá held ég hreinlega að það væri ráð fyrir ykkur að stíga niður og leyfa þeim sem þora að taka við. Er eitthvað erfitt fyrir ykkur að sjá þetta. Maður spyr sig. tótinn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.