Jólin koma - höldum friðinn !

Það er ekki að því að spyrja eins og Sigurður Helgi segir þá verður sumum allt að vopni þegar deilt er við nágrannann, ég get skilið að þetta fari í taugarnar á þeim sem fyrir þessu verður. Sama má kannski segja um þá sem lýsa upp heilu hverfin eins og friðarsúlan sjálf sé í garðinum hjá þeim það er spurning hvort vesalings flugmennirnir haldi stundum að þeir eigi að lenda í garðinum slík er ljósadýrðin hjá sumum. Ég hélt að þetta væri á undanhaldi væri svona meira 2007 en svo virðist ekki vera. Maður spyr sig Tótinn
mbl.is Jólasveinar valda deilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Ertu búinn að kíkja á Geira í Goldfinger? Nýtt skraut hjá honum. En annars þurfti ég að lækka í hljóðinu þegar hann fór að tala um skötuna og að lyktin af henni væri í sameign fram á vor!!!  Ég sauð skötu heima hjá mér á Þorláksmessu 2007 ... enginn kvartaði enda sauð ég hangikjötið strax á eftir og lyktin af því yfirvinnur lyktina af skötunni!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 10.12.2008 kl. 17:41

2 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Nei ég fer ekki mikið á Goldfinger hef reyndar alveg sloppið við það hingað til en maður á aldrei að segja aldrei það ku vera falleg fljóð þarna en ég sæki mína einkadansa heima hjá minni fallegu spúsu. Ég held að þeir sem búi með þér hljóti að vera með nonstop kvef og stíflað nef eða svona mikið Já fólk ?? kv. Tótinn

Þórarinn M Friðgeirsson, 10.12.2008 kl. 17:47

3 Smámynd: Landfari

Ég skildi nú Ingibjörgu þannig að hún væri að vísa í jólaskreytingar í garðinum heima hjá Geira. Ekki líklegt að þú finnir mörg falleg fljóð þar enda dömurnar hanns Geira þekktar fyrir að vera fáklæddar og ekki líklegt að þær héldu lengi út þar.

Landfari, 10.12.2008 kl. 18:21

4 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Ok þetta er einn alsherjar misskilningur eins og Georg hefði sagt nei ég veit ekki hvar Geiri býr og því hef ég ekki séð þetta. kv. tótinn

Þórarinn M Friðgeirsson, 10.12.2008 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband