5.12.2008 | 09:35
Ekki nógu góð tilboð !
Þessar baunaspírur eru væntanlega í hefndarhug fyrir allt sem við keyptum upp í Danaveldi og eru að bíða eftir því að við komum skríðandi til þeirra eins og við gerðum hér á öldum áður en nei takk kaupum bara tívolíið þeirra þá fyrst grenja þeir ? Maður spyr sig Tótinn
Hafa ekki áhuga á bílum frá Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Æi... þessi færsla hjá þér ber vott um vanþekkingu á málunum og sýnir að þú greinilega hugsar ,,auga fyrir auga, tönn fyrir tönn". En er ekki réttara að kíkja á málið afhverju danir telja þetta ekki nógu góð tilboð í staðinn fyrir að koma með einhvað svona eins og þú gerir? Allt hefur sína ástæðu.
Linda (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 09:45
jabb Linda það má líta svona á þetta líka en þetta er mitt mat, ég er búinn að hitta nokkra núna sem voru að koma frá Baunalandi og þeir fengu ekkert annað en skít og skömm frá þeim og dónaskap þrátt fyrir að hafa ekkert haft með "útrásina" að gera og ég segi bara það sem mér finnst um málið og það er einfaldlega að gjalda þeim í sömu mynt !!!!
kv. Tótinn
Þórarinn M Friðgeirsson, 5.12.2008 kl. 09:53
Já satt er það, hver hefur rétt á sinni skoðun og ég þekki náttúrulega ekki til þinna vina sem hafa verið í heimsókn hér í Baunalandinu, eins og þú orðar það.
Eitt sem kannski er undarlegt í þessu öllu saman er að íslendingum hérna í DK fer engan veginn saman um það hvernig Danir eru að taka á móti þeim. Sjálf er ég búsett hérna í DK, og hef ekkert haft persónulega með útrásina sem slíka að gera, en ég get ekki sagt annað en að ég hafi fundið fyrir neinu öðru en vinsemd, vorkunn og samúð frá öllum þeim Dönum sem ég hef haft samskipti við. Því kemur skoðun þín mér spánskt fyrir sjónir.
Kveðja frá DK ;)
Linda (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 10:17
Þröngsýni mín er mér víst oft til vansa
og ég skal af hátterni því núna láta
Með Dönum ég aftur mun drekka og dansa
Það ætti að gera þig Linda svo káta.
Kv. Tótinn
Þórarinn M Friðgeirsson, 5.12.2008 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.