Nígeríumilljónirnar streyma inn og út á hlutabréfamarkaðinn.

Nú er ég hamingjusamur maður jú af hverju kunnið þið að spyrja og eins og margir íslendingar hafa upplifað undarfarið þá hafa streymt inn ýmisskonar tölvupóstar þar sem mér er sagt að ég hafi unnið milljónir evra eða dollara í lottói og erft stórfé eftir einhverja stórvesíra í evrópu eða í asíu. Í morgun barst mér skemmtilegt bréf frá Lady eitthvað sem ég lagði ekki á minnið en samkvæmt bréfinu berst hún ræfillinn við ólæknandi sjúkdóm og hefur ánafnað mér 3.500.000 dollara sem samkvæmt nýjustu gengisstöðu leggst út á 2782500000(treysti mér ekki til að ákveða hvar punktarnir eiga að vera) sem er tala sem mér líst ágætlega á og nú bíð ég bara eftir að geta leyst þetta út til að kaupa hlutabréf. Ástæðu gjafmildinnar segir ladyin vera þá að hún treysti mér til að gera góðverk með þessum peningum. Jú ég hef ákveðið að gera góðverk og ætla ég að fara þess á leit við kauphöll Íslands að ég fái að kaupa bréf á genginu sem var 1.október 2007! Samkvæmt fréttum þá hefur gengið lækkað frá 50 til 80 % frá þeim tíma og því get ég verið viss um að 3.500 þúsund dollarar hafi lækkað um ca 63 % eða niður í 1.295.000 dollara sem ætti samt sem áður að vera um 102952500 sem ætti að duga mér til framfærslu að ég tali ekki um innleysi ég alla lottóvinningana sem mér hafa verið færðir síðustu vikurnar.  Að öllu gamni slepptu þá hafa menn verið dæmdir fyrir minni sakir en horft er uppá í hlutabréfafalli síðustu mánuða en ég segi eins og góður maður sagði einu sinni, sá hafði farið 3svar á kúpuna(hausinn) " Strákar djöfulli var ég heppinn að eiga ekki pening í þessu hlutabréfarugli þá væri ég löngu farinn á hausinn"

Já maður spyr sig óver and out

Tótinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband