23.6.2008 | 12:05
Afmæliskveðja til ástkærrar eiginkonu.
Nú er gaman elskuleg eiginkona mín (aldrei skilið þetta orð eigin-kona) á afmæli í dag og eins og kvenna er siður þá er hún á óræðum aldri en hitt veit ég þó að hún er einu ári yngri en ég en ég er fjörutíu og þriggja ára síðan í mars og reiknið nú. Við höfum verið samvista síðan 1984 ! já 1984 var á síðustu öld eins og glöggir lesendur geta áttað sig á. Gsm símar voru ekki til í þá daga og einungis var ein sjónvarpsstöð og aldrei sjónvarp á fimmtudögum, útvarpsstöðvar voru gamla gufan og RÁS 2. Tölvur voru ekki til jú sinclair spectrum var að koma á markað þá að mig minnir og einn bíll á heimili var lúxus. Mikið var lífið öðruvísi í þá daga hehe. Við höfum því gengið í gegn um súrt og sætt alla tíð síðan en að langmestu leiti hefur það verið sætt, við biðum í níu ár með að gifta okkur því hún þurfti að vera viss um að þessi skrýtni sveitamaður væri sá sem hún vildi eyða ævinni með. Ég hef oft leitt hugann að því hvernig lífið hefði verið hefðum við ekki kynnst og ég segi það satt og rétt að ég gæti ekki hugsað þá hugsun til enda ég væri sjálfsagt ennþá með sokkana utanyfir buxurnar og með sítt að aftan heheheheh . Börnin okkar tvö Ingvar og Birna eru afrakstur okkar og þau eru sem betur fer líkari móður sinni en mér. Elsku Ásdís mín ég óska þér til hamingju með afmælið megir þú lifa allavega önnur fjörutiu og tvö ár.
Þinn eiginmaður (jafnskrítið orð)
Tótinn
Athugasemdir
Áttirðu ekki einmitt hvíta Lödu Sport á þeim tíma, um það leiti sem þið hjónin voruð að draga ykkur saman? Þannig að Ásdís hefur væntanlega ekki bara séð lúxusinn í sveitamanni með einn bíl. Heldur vonbiðil sem átti bíl með háu og lágu drifi!
Til hamingju með eiginkonuna, Tóti! Til hamingju með daginn Ásdís Hrönn!
Jón Birgir Valsson, 24.6.2008 kl. 00:20
Passar allt saman á breiðum dekkjum með "hreindýragrind" hehe takk fyrir góðar kveðjur
Þórarinn M. Friðgeirsson (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.