Ef ég væri ríkur þá myndi ég kaupa mér fótboltalið !

Og ekki myndi ég kaupa mér hvaða fótboltalið sem er heldur myndi ég kaupa Liverpool.  Hvað er það sem fær okkur mörg hver til að láta einhverja oflaunaða útlenda spjátrunga hafa slík áhrif á okkur að við erum vart mönnum sinnandi þegar "liðið okkar" er að spila ? Ég veit það ekki en hitt veit ég þó að líklega hefur þetta eitthvað með það að gera að stemningin í kringum alvöru leiki er hreint með ólíkindum og ekki spillir að leikina út í gegn er sungið og trallað á pöllunum og þetta smitast heim í gegnum skjáinn. Þannig að ef ég væri ríkur þá væri ég eigandi Liverpool þar sem það er mitt lið og ég hef í gegnum tíðina gengið með þeim í gegnum súrt og sætt og aðallega súrt síðustu árin þó að ég muni sem betur fer betri tíð.  Ég myndi skipa þeim að vinna alltaf svo að mér liði alltaf jafn vel og í gærkvöldi, ég sofnaði með bros á vör og svaf eins og ungabarn í alla nótt eftir að mínir menn gjörsigruðu einhverja vælukjóa frá Ítalíu. Væntanlega myndi ég manna liðið eingöngu með öllum bestu fótboltamönnum og konum í heimi því það væri miklu meira gaman að horfa á þetta væru bæði kynin saman í liði og við myndum vinna allt sem hægt væri að vinna. þá væri þetta líklega ekki eins skemmtilegt því að það getur líka verið hundleiðinlegt að vinna allt þannig að niðurstaðan er líklega sú að ég vilji bara hafa þetta eins og það er með bæði gleði og sorgarstundum því að þannig er víst lífið en hugsunin um hinn möguleikann er jú bara ágæt. Nú er lag að hætta og einbeita sér að því að gera það sem ég kann og eitt af því er líklega ekki að stjórna fótboltaliði. Tótinn  Grin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Birgir Valsson

Bæði kynin saman í liði!? Hvað meinarðu? Man reyndar eftr því á mínum grunnskólaárum, að þá var spilað í kynjablönduðum fótboltaliðum í frímínútum og leikfimitímum. Það var svo sem í lagi enda er ekki mikill líkamsstyrkur á milli kynja á uppvaxtarárunum. Þó voru kannski 2-3 hörðustu stepurnar sem létu eitthvað að sér kveða í þeim leikjum. En hinar héldu sér til hlés að mestu. Annars til hamingju með þína menn, gott mark hjá Geirharði.

Jón Birgir Valsson, 20.2.2008 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband