25.5.2010 | 12:56
Æ-æ er ekki hægt að skipta þessu fólki út fyrir eitthvað skárra ???
Ég hef ekki nennt að setja stafkorn á blað í marga mánuði þar sem ég vildi gefa þeim Jóhönnu og Steingrími "tilfinningalegt" svigrúm til að koma sínum málum fram þar sem fyrri ríkisstjórnir höfðu með aðgerðum sínum og eða öllu heldur aðgerðaleysi gjörsamlega skitið uppá bak svo ég segi hlutina bara á hreinni íslensku. Ég er eins og allir hinir búinn að bíða eftir því að eitthvað yrði nú gert til að bæta stöðu þeirra sem enn geta greitt af stökkbreyttum lánum en geta ekki leyft sér neitt annað en nú á endanlega að hirða síðustu krónurnur úr höndum okkar. Ég spyr mig er ekki nokkur leið að skipta þessari stjórn út ? Miðað við það sem í boði er er það nokkuð skárra en það sem fyrir er ? Er nema von að spurt sé.
Tótinn
Skattar munu hækka eitthvað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bíddu, er ekki hægt að koma henni frá völdum eins og hún kom fyrri stjórn frá völdum.
Þórður (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 13:06
Það er eins og þessi tvö hafi ákveðið, þegar þau komust til valda, að nú væri tækifæri til að veita náðarhöggið og útrýma öllu sem slapp undan hruninu mikla. Það þarf að setja þetta fólk af.
Ólafur (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 13:22
"skattar munu hækka eitthvað". Þetta er ekki mjög fagmannlega að orði kveðið.
Af hverju segja þeir ekki að þau hækka skatta um 50 milljarða?
joi (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 13:24
Já endilega að koma þeim frá en hvað svo ?? ekki dugði síðasta bylting það reyndist sami rass undir þessu nýja liði um leið og það settist í stólana !
Þórarinn M Friðgeirsson, 25.5.2010 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.