Ég fordæmi svona ofbeldi - þeir sem því beita ættu að skammast sín !

Ég er örugglega í jafndjúpum skít eins og fjöldi mótmælenda og örugglega stór hluti lögreglumanna sem saklausir eru fórnarlömb nokkurra ofbeldisseggja sem nota sér friðsöm lögleg mótmæli til að fá útrás fyrir kvalalosta sinn. Mótmælum sem aldrei fyrr en í þetta sinn ættum við að fara að mótmæla ofbeldi hluta mótmælenda verum með hávaða og læti en látum ofbeldið eiga sig. Þetta atferli er komið langt út fyrir það sem lagt var upp með. Ég er snarbrjálaður yfir því hvernig nokkrir glæframenn hafa farið með okkur, ég er hundpirraður yfir því að enginn skuli hafa tekið ábyrgð og ég vil að kosið verði aftur en í guðanna bænum gefum þeim sem stjórna sanngjarnan frið til að klára það sem þeir geta fram að því að kosið verður. Ég er brjálaður yfir því að við fáum ekkert að vita um hvað er verið að gera. Ég skil ekki að það skuli ekki vera búið að handtaka nokkurn mann og henda bak við lás og slá meðan verið er að rannsaka málin. Ég skil hinsvegar að það getur verið að ekki sé mögulegt að gefa allar upplýsingar um rannsókn mála á viðkvæmu stigi en það má upplýsa okkur miklu betur en gert hefur verið. Ég er sannfærður um að á næstu dögum verði einhverjir látnir fjúka til að friða lýðinn en hvort það verði einhver sem raunverulega ætti að sæta ábyrgð er ég ekki endilega viss um en maður spyr sig. Kv. Tótinn
mbl.is Táragasi beitt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Einhverjir hausar til að friða lýðinn er ekki lengur nóg. Það þarf alsherjar hreingerningar.

Ævar Rafn Kjartansson, 22.1.2009 kl. 10:35

2 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Ævar ég er hættur að skilja hvað það er sem "fólk" er að krefjast ? Ég er á því að það eitt að kjósa skili engu. Við verðum í nákvæmlega sömu súpunni eftir sem áður eða jafnvel verri ef stjórnarkreppa bætist ofan á allt saman, ætlast fólk til að vandinn fjúki út um gluggann með nýjum skipstjóra í brúnni. Er von að maður sé hissa????

Þórarinn M Friðgeirsson, 22.1.2009 kl. 11:04

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Það krefst þess að þeir sem beri ábyrgð axli hana. Og umboð ríkisstjórnarinnar er útrunnið í ljósi efnahagshrunsins. Stjórnmálaflokkarnir (allir) stóðu ekki vaktina. Kosningar einar og sér leysa ekkert en kannski stígur fram hæfara fólk til að leiða okkur í gegnum hremmingarnar. Atvinnupólitíkusar fengu sitt tækifæri.

Ævar Rafn Kjartansson, 22.1.2009 kl. 11:54

4 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Jú um það getum við verið sammála að stór hópur þeirra brást en ég held að flokkakerfið eins og við þekkjum það sé runnið sér til húðar og það á að kjósa menn en ekki flokka og það á að kjósa menn í ríkisstjórn líka og öll stærstu embætti þjóðarinnar. Núna eiga þessir snillingar sem stjórna að gefa það út að það verði kosið næsta haust,mynda neyðarstjórn með fulltrúum allra flokka sem ræðst á fjármálavandann eitt verkefna og þá getur ný stjórn tekið við aðeins betra búi næsta haust eða vetur en STJÓRNIN FÉKK UMBOÐ í síðustu kosningu sem ekki er búið að taka af þeim sama hvað þú segir. 2-5000 manna mótmæli breyta engu þar um AÐ MÍNU MATI.

Þórarinn M Friðgeirsson, 22.1.2009 kl. 12:10

5 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Skv. skoðanakönnunum styðja 41% stjórnarflokkana. Töluvert minna ríkisstjórnina. Það þýðir vantraust þjóðarinnar við gjörbreyttar aðstæður. Hins vegar er ég sammála þér með flokkakerfið.

Ævar Rafn Kjartansson, 22.1.2009 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband