Loksins talaði einhver Íslensku um ástandið !

Var að hlusta á Davíð nokkurn Oddson í Kastljósinu og verð að segja eins og er að eftir að vera búinn að hlusta á hvern spekinginn á fætur öðrum koma í fjölmiðla og skýra atburði síðustu daga fyrir okkur almúganum en ekkert skilið annað en að ríkið væri að fara á kúpuna kemur einhver sem skýrir þetta út á íslensku. Hvað svo sem menn kunna að segja um Davíð þá er það ljóst að það á ekki nokkur að velkjast í vafa eftir þennan þátt út á hvað lögin ganga. Það á að aflúsa bankana eftir óðafyllerí stjórnenda síðustu ára sem með gassagangi og græðgi hafa komið bönkunum á kaldan klaka í fullvissu um að ef illa færi þá myndi ríkið bjarga þessu öllu. Hvar eru allir peningarnir sem þessir "snillingar" (sem voru hverrar krónu virði að sögn þegar launaumslög þeirra útbólgin komu fyrir sjónir okkar smælingjanna) höfðu af snilld sinni skapað eigendum sínum ? Það er komið í ljós að skýjaborgin er hruninn og í stað þess að láta okkur, börnin okkar og barnabörn súpa seyðið af þessu hefur verið ákveðið að láta bankana fara og afskrifa stóran hluta erlendra skulda þeirra sem jafnmisgáfaðir útlendir snillingar voru svo heimskir að lána vitringunum. Ég vorkenni þeim sem létu plata sig í að púkka undir þessa menn með því að kaupa hluti í þessari vitleysu. Ég hef fulla samúð með því fólki og veit að margir eiga um sárt að binda um þessar mundir en ekki þeir sem stýrt hafa þessum fyrirtækjum. Þeir eru sjálfsagt búnir að koma fjármunum í öruggar geymslur og skattaskjól víða um heiminn og hlægja að öllum þeim sem þeir sannfærðu með snilldartalanda að vera með. Ég segi eins og Steingrímu J. það á að elta þessa fýra á enda veraldar til að reyna að ná í þennan gróða. Ég þakka guði og lukkunni fyrir að hafa ekki gengið þessari vitleysu á vald þá væri staðan sjálfsagt önnur og verri á mínu skinni. Takk fyrir greinargóð svör Davíð.

Maður spyr sig.

Tótinn 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega!!  Davíð Oddsson er eini maðurinn sem talað hefur að einhverju viti og eftir að hafa hlustað á hann er ég mun bjartsýnni á framtíðina í dag en í gær.  Það er alveg furðulegt að hlusta á fjölmiðlamenn sýna hluthöfum samúð, og þá sérstaklega þeim sem hafa verið að skammta sjálfum sér ofurlaun á undanförnum misserum og voru við það að koma íslensku þjóðinni í þrot.  Áfram Davíð!!

Guðný (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 20:48

2 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Sammála þér. Davíð talar mál sem við skiljum en sumir velja að misskilja það. Davíð er minn maður. Hann er fyrir löngu síðan búinn að vara þjóðina við en enginn hlustaði. Því miður. Skyldi vera að hann hafði  rétt fyrir sér í "Baugsmálinu" svokallaða?

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 7.10.2008 kl. 20:51

3 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Hef alltaf haft ofurtrú á Davíð en var farinn að halda og nær trúa því að honum væri farið að förlast og það gæti verið að við ættum svona svakalega fjármálasnillinga en það hefur því miður verið rangt en ég ítreka það að það er skelfilegt að horfa uppá venjulega íslendinga vera búnir að missa nær allt sitt eftir að hafa látið glepjast til að taka þátt í þessu en það má spyrja sig hvort ekki hafi verið öllum það ljóst gert að það felst alltaf áhætta í að kaupa hlutabréf ????

kv. Tótinn  

Þórarinn M Friðgeirsson, 7.10.2008 kl. 21:07

4 identicon

Að kaupa hlutabréf er eins og að kaupa lottómiða.  Það er fræðilegur möguleiki að þú getir unnið milljónir en þú skal samt ganga út frá því að þú tapir þúsund kallinum.

Guðný (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband