Er þetta ekki tíma- og peningaeyðsla ?

Ég veit það ekki en mikið svakalega líður mér undarlega með þetta aðildarviðræðubull !  Það liggur fyrir að innan við 30 % þjóðarinnar (minnir mig) hafa áhuga á að ganga í þetta ESB bull ! Ég held að gæluverkefni samspillingarinnar sé ekki að gera sig hjá neinum nema þeim sjálfum. Einn kostur við þetta er þó að Utanríkisráðherrann er utanríkis og það er mjög gott !!  
mbl.is Samþykktu að hefja viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ja hversu gott er það að hann bulli og bulli erlendis... Það hefur ekki komið mikið af viti frá þessum blessaða manni sem er Utanríkisráðherra...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.7.2010 kl. 11:04

2 identicon

Það er talið að ferlið allt muni kosta um 1,5 miljarð, en nú þegar höfum við Íslendingar fengið 4 miljarða í styrki vegna aðildarviðraeðnana frá vinum okkar í Brussel.

Morgunblaðskönnun sem gerð var fyrir stuttu kom fram að um 30% landsmanna vilji ganga í EB, en það sem kom ekki fram er að 70% þjóðarinnar eru hlynt aðildarviðraeunum.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 11:07

3 identicon

Utanþingsstjórn strax.

Hver treystir t.d. Øssuri STYRKÞEGA útrásarmafíunnar, sem Utanríkisráðherra nú þegar aðildarviðræður við EU fara í gang? Burt með alla þessa samspilltu eiginhagsmunapotara sem eru bara að róa að feitu embætti í Brussel, rétt eins og ISG sýndi okkur með sínu eiginhagsmuna framapoti.

Nú þarf þjóðin virkilega fólk í stjórn sem er að vinna fyrir ÞJÓÐ sína en ekki sjálft sig og FLOKKINN.

Og það eru aðeins handfylli þeirra á Alþingi í dag. Eins og Hreyfingarþingmennirnir.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 11:15

4 identicon

Farðu nú að taka lyfin þín Arnór og reyndu að slaka aðeins á.

Svo virðist sem að þú sért afskaplega bitur í garð Samfylkingarinnar og villt kenna henni um allar þínar ófarir.

Held að þú aettir að beina reiði þinni að sjálfum þér og þeim Íslendingum sem hafa kosið hrunaflokkana (sjálfshaelisflokkinn og framsókn)ár eftir ár í algjörri blindni.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 11:26

5 Smámynd: Dexter Morgan

Svar við fyrirsögninni hjá þér: JÚ, þetta er sko alger tíma og peningasóun.

Og nú er svo komið að þó það kæmi eitthvað jákvætt út úr þessu "viðræðum" þá er þjóðin búinn að fá upp í kok af mönnum eins og Össuri, og mun sýna mótmæli sín við þessari framkomu Samfylkingarinnar með stóru NEI-i í þjóðaratkvæðagreiðslu um "samninginn".

Dexter Morgan, 26.7.2010 kl. 11:41

6 identicon

Helgi Rúnar, Nefndu eitt af loforðum þeim sem Samspillingin var kosin út á sem hún hefur staðið við.

Hvar er skjaldborgin um heimilin. Hún varð að skjaldborg um útrásarvíkingana sem mútuðu rotnum stjórnmálamønnum mest. Øssur t.d. tók við einni og hálfri miljón frá Bjøggonum, enda ganga þeir enn lausir.

Hvað er að ske með kvótann núna? Engin fyrning lengur alt svik.

Hvar eru loforðin um Stjórnlagaþing þjóðarinnar? Alt svik.

Hvar eru løgin um þjóðaratkvæðagreiðslur? svo hægt verði að kjósa um útkomu aðildarviðræðna.

Hvað varð um að kyrrsetja útrásarpakkið og eigur þeirra? Alt svik.

Nei Helgi, Samspillingin hefur ekkert með mínar ófarir að gera.  

En sannarlega þær ógøngur sem þjóðin er komin í núna, einmitt vegna manna eins og þín sem studdu Sampillinguna í blindni í síðustu kosningum

Þó að vitað væri að hún var ein af hrunaflokkonum og gerði upp á bak í øllu viðskifta og fjármálaeftirliti rétt fyrir hrun. Øssur var jú líka þar og miðlaði ekki þeim upplísingum sem honum bar til Bjørgvins samráðherra síns í fjarveru ISG. Lestu Skýrsluna.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 12:01

7 identicon

Í annan stað Helgi Rúnar. Hvar eru þessir 4 miljarðar?

Enn meiri sjónhverfingar samspillingarinnar?

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 12:11

8 identicon

Jóhanna heilaga hefur átt 10 frumvørp á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslur.

Síðan þegar hún hafði smalað øllum sínum køttum, og hafði málið í høndum sér sem Forsætisráðherra, þá sveik hún sannfæringu sína og þjóðina með því að hrinda einnota lagabastarði í gegn um þingið, þegar hún neyddist til að leyfa þjóðinni að greiða atkvæði um Icesave. Í stað þess að klára málið í eitt skifti fyrir øll.

Rétt eins og samspillingin sveik þjóðina um þjóðaratkvæðagreiðslu á því hvort við ættum yfir høfuð að fara í aðildarviðræður.

Þetta er nú øll þeirra líðræðisást og vilji til, að fara eftir vilja þjóðarinnar. Svona pólitíkusar eru landráðafólk hjá mér.

Við erum að byrja aðildarviðræður, en høfum ekkert nema loforð samspillingar um að við fáum þjóðaratkvæðagreiðslu um endanlega aðild.  Løgin eru ekki til.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 12:30

9 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Sammála þér Arnór!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 26.7.2010 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband